138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:58]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er alveg skýrt. Þetta snýst um pólitískt mat, ráðherraábyrgð, túlkun laga um ráðherraábyrgð, þetta snýst m.a. um pólitískt mat, ekki bara saknæmi. Það sem ég var að segja var að þingmannanefndin hefði eftir mínum skilningi einblínt á saknæmið en ekki aðra þætti. Það er einfaldlega þannig þegar mat er lagt á það hvort sækja eigi einhvern til saka, og það hef ég frá reyndum saksóknurum, að þá túlka menn lögin, þau lög sem starfað er eftir og þau lög sem liggja fyrir. (Gripið fram í.) Lögfræði er túlkuð, lögin eru túlkuð og ég met það svo að menn hafi í vinnu sinni einblínt á saknæmið en ekki (Forseti hringir.) tekið á hinum pólitíska ábyrgðarhluta sem þar á líka að vera til umfjöllunar.