138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:04]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir þingið og menn tala mikið um virðingu þingsins. Hvað sem mönnum finnst um þetta mál og sama hvaða niðurstöðu menn komast að í því þá erum við að afgreiða á tíu dögum mál sem tók dönsku þjóðina nokkur ár að gera og þingið tók fimm eða sex mánuði í að ræða. Og upplýsingarnar sem ég fékk um Tamílamálið voru í leynigögnum, virðulegi forseti. Þær voru í leynigögnum sem ekki mátti setja fram fyrir almenning en þingmannanefndin hafði.

Virðulegi forseti. Mér finnst það mjög merkilegt eitt og sér. Þarna er góð samantekt þar sem þetta er borið saman og þegar maður les í gegnum þessi gögn sér maður hvað þarna er hrikalega ólíku saman að jafna. Ég vildi spyrja hv. þingmann: Hver telur hv. þingmaður að sé ábyrgð þeirra þingmanna sem munu samþykkja þessar tillögur þingmannanefndarinnar?