138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:08]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þegar lagt var upp í þessa vegferð hlýtur öllum í þessum sal að hafa verið ljóst hver lögin væru, hvernig lögin um landsdóm eru og hvaða starf biði okkar. Það er alveg ljóst að þingmenn verða ekki vanhæfir við þessa atkvæðagreiðslu ... (Gripið fram í.) Ég verð ekki vanhæf við þessa atkvæðagreiðslu … (Gripið fram í.) — Frú forseti. Get ég fengið frið?

(Forseti (ÁRJ): Gefa ræðumanni tóm til að svara.)

Ekki frekar en að pólitískir andstæðingar svokallaðrar hrunstjórnar verða vanhæfir við að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu. Það á einfaldlega ekki við og ég er satt að segja svolítið hissa á að formaður nefndarinnar sé að spyrja að þessu.