138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Já, auðvitað vaknar þessi spurning upp, frú forseti: Geta þingmenn litið hlutdrægnislaust á málið? og það svarar hver fyrir sig. Ég spyr sjálfan mig að þessu á grundvelli ákvæða í stjórnsýslulögum og umfjöllunar Páls Sveinssonar um slík tilvik.

Ég vil leiðrétta hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur um að það var sem sagt ekki ákært fyrir ráðherraábyrgð á keðjuna, en ég spyr hv. þingmann af því að hún orðaði það nú að það hefði átt að breyta lagagrundvellinum. Þegar nefndinni var lagður lagagrundvöllur með breytingu á lögum nr. 142/2008 var þetta sett upp með þeim hætti sem við störfuðum eftir. Það er talin vond regla í lögfræði að setja afturvirk lög miðað við einhverjar aðstæður sem eru komnar upp. Það hvatti hæstv. forsætisráðherra til og ég skildi hv. þingmann þannig.

Ég ætla síðan að upplýsa líka að öllum ráðherrum í ríkisstjórnum frá 1. janúar 2007 til 2009 var gefinn kostur á andmælum.