138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:20]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við erum að ræða grafalvarlegt mál sem er tillaga til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum og ég hef haldið mig við að ræða efnisatriði hennar. Þingmaðurinn reynir að drepa málinu á dreif með því að draga önnur álitamál og ágreiningsmál inn í umræðuna. Það getur alveg verið að sérstök umræða um þau mál eigi rétt á sér en þá skulum við ræða þau sérstaklega.

Það sem er hér um að ræða og það sem var m.a. um að ræða í grein hv. þm. Bjarna Benediktssonar var nákvæmlega þetta, að drepa hinu raunverulega máli sem hér er til umræðu á dreif með því að benda á eitthvað annað. Það lögmál virðist ætla að verða gegnumgangandi hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í þessari umræðu. (Gripið fram í.)