138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:28]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson hefur ekkert vald til að sýkna. Hann er ekki dómari og hann á ekki að vera dómari, síst í málum sessunauta sinna. Hann er vanhæfur til þess og því miður hefur þetta mál í þingmannanefndinni farið út í tóma vitleysu. Það hefur farið út í málfundaæfingar sem henta kannski í grunnskóla en ekki á Alþingi Íslendinga vegna þess að það hefur ekki verið farið í vandaða málsmeðferð, það hefur ekki verið farið í ítarlegar rannsóknir, það hefur ekki verið rætt við viðkomandi aðila. Þeir hafa fengið að senda bréf, það er ekki ítarleg rannsókn, það er fúsk, það eru fáfengileg vinnubrögð og mundu ekki duga í hnýtingu á netum. Það væru rifin net og götótt. Það er þetta sem menn þurfa að hafa í huga þegar gengið er til þessa en við skulum ekki slíta friðinn. (Forseti hringir.) Það er ekki sátt við þjóðina.