138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta er mikilvægt þingmál sem við greiðum hér atkvæði um. Ég fagna því að mikil samstaða ríkti í þingmannanefndinni um að ná samstöðu um þær mikilvægu tillögur sem við drögum fram í okkar skýrslu og þeirri þingsályktunartillögu sem hún inniber. Í henni er safnað saman þeim lærdómum sem við teljum mikilvægt að draga af efnahagshruninu og jafnframt er gerð tillaga að þeim lagabreytingum sem við teljum mikilvægt að ráðast í til þess að viðlíka hlutir gerist ekki aftur.

Alþingi lýkur hér við að gera upp skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nú skulum við öll sem hér sitjum heita því að fara að horfa til framtíðar og byggja gott samfélag fyrir þjóð okkar. Hún á það skilið.