138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:38]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Margt er á huldu um forsendur ákæruliða í þessu máli öllu saman en í engu máli er það jafnljóst og í því sem nú er greitt atkvæði um og liggur mér nærri að segja að allar grundvallarforsendur ákærunnar séu upp í loft. Nú síðast þegar í ljós kemur að þáverandi utanríkisráðherra er borið á brýn að hafa leynt upplýsingum sem voru í Fréttablaðinu þann sama morgun og hún átti að hafa leynt þeim.

Virðulegi forseti. Fari svo að þessi tillaga verði samþykkt held ég að muni sannast hið fornkveðna að „skamma stund verður hönd höggi fegin“. Ég segi nei.