138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:54]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þegar við greiðum atkvæði um það hvort ákæra beri fyrrverandi viðskiptaráðherra liggur fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra mun þurfa að svara til saka fyrir landsdómi vegna ákæruatriða sem að stórum hluta voru á valdsviði og á ábyrgð fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þar sem svona er komið er órökrétt að viðskiptaráðherra þurfi ekki jafnframt forsætisráðherranum fyrrverandi að svara til saka í þeim réttarhöldum sem fram undan eru. En, eins og góður maður, Árni Grétar Finnsson, sagði:

Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,

meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,

fylgja í verki sannfæringu sinni,

sigurviss þótt freistingarnar ginni.

Réttlætinu verður ekki frekar fullnægt í þessu máli með enn frekara óréttlæti en orðið er. Þess vegna er hið eina rétta í máli fyrrverandi viðskiptaráðherra að segja nei við ákæru á hendur honum.