138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:00]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég hlustaði á atkvæðaskýringu Marðar Árnasonar áðan og hugsaði þá með mér að með þessum rökum ætti eiginlega að krefjast atkvæðagreiðslu aftur um hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra. En það sem hefur hins vegar gerst, finnst mér, í þessari atkvæðagreiðslu í dag, að því marki sem hún er komin, er að hið pólitíska eðli þessa máls hefur afhjúpast, það hefur afhjúpast hér í dag í þessari atkvæðagreiðslu. Hér er um að ræða pólitíska aðför og þannig verður eftirskrift þessa dags í þingsögunni: Pólitísk aðför. Það er reynt að færa pólitískt uppgjör í gervi refsimáls, í klæði og búning refsimáls, og með þessu eru mörkuð söguleg skil í störfum þingsins, óæskileg skil. Því segi ég nei.