138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:11]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það hefur mikið verið rætt um virðingu Alþingis í þessari umræðu og það er enginn vafi á því að þetta er dimmur dagur í sögu þingsins. Menn lögðu af stað með vinnu til að sameina okkur þingmenn til að gera upp hrunið og nú sitjum við uppi með það að búið er að véla um í bakherbergjum að sækja eigi að einn mann til saka án nokkurrar ástæðu.

Virðulegi forseti. Í upphafi þessa máls, þ.e. þegar skýrslan kom, sagði hæstv. forsætisráðherra að þetta væri m.a. gert til þess að friða almenning. Því miður, niðurstaðan er sú að menn hafa vélað þannig um mál að ákæran er hugsuð til þess. Réttlætinu er ekki fullnægt með því og því miður er þessum málum ekki lokið. Ég segi nei.