139. löggjafarþing — 2. fundur,  4. okt. 2010.

mannabreytingar í nefndum.

[17:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa. Ögmundur Jónasson hverfur úr allsherjarnefnd, efnahags- og skattanefnd, félags- og tryggingamálanefnd og utanríkismálanefnd.

Árni Þór Sigurðsson hverfur úr allsherjarnefnd og viðskiptanefnd.

Atli Gíslason tekur sæti í allsherjarnefnd og viðskiptanefnd og hverfur úr iðnaðarnefnd og hættir sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Álfheiður Ingadóttir tekur sæti í allsherjarnefnd, efnahags- og skattanefnd og umhverfisnefnd og sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur sæti í heilbrigðisnefnd og utanríkismálanefnd og hættir sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti í efnahags- og skattanefnd, félags- og tryggingamálanefnd og hverfur úr heilbrigðisnefnd.

Lilja Mósesdóttir tekur sæti í iðnaðarnefnd og hverfur úr efnahags- og skattanefnd.

Þráinn Bertelsson tekur sæti í menntamálanefnd en Ásmundur Einar Daðason hverfur úr nefndinni.

Þuríður Backman tekur sæti sem varamaður í utanríkismálanefnd og hverfur úr umhverfisnefnd.

Í Íslandsdeild Norðurlandaráðs tekur Álfheiður Ingadóttir sæti í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

Í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur mun Árni Þór Sigurðsson gegna starfi þingflokksformanns, Þuríður Backman starfi varaformanns og Lilja Rafney Magnúsdóttir starfi ritara þingflokksins.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.