139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:11]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur allt að 35 mínútur til framsögu, 15 mínútur í annað sinn og 10 mínútur í þriðja sinn. Talsmenn allra flokka hafa 20 mínútur í fyrstu ræðu og síðan 10 mínútur öðru sinni og þriðja sinni. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa 10 mínútur tvisvar. Andsvör verða leyfð frá upphafi umræðunnar, þó þannig að í 1. umferð verður aðeins talsmönnum þingflokkanna og fjármálaráðherra heimilt að veita andsvör.

Röð flokka að lokinni framsöguræðu ráðherra verður eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur, Hreyfingin og Vinstri græn.