139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:55]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég heyrði ágætlega þessi orð hv. þingmanns en hann svarar ekki spurningunni. Spurning mín var sú hvernig hv. þingmaður sér fyrir sér að Alþingi breyti þeim atriðum sem ég nefndi, því verklagi sem er ekkert nýtt, svo að ég sætti hann við mína spurningu.

Ég vil nota tækifærið einfaldlega vegna þess að hv. þingmaður ræddi ekki einstök atriði. Ég vil spyrja hann: Styður hann áform um 100 millj. kr. útgjöld til nýrrar stofnunar sem heitir Byggingastofnun? Styður hv. þingmaður áform um nýja stofnun sem er Fjölmiðlastofa sem kallar í upphafi til 40 millj. kr. útgjalda á sama tíma og frumvarpið gerir ráð fyrir niðurskurði til mennta- og heilbrigðismála? Styður hv. þingmaður þau áform óbreytt?