139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:56]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Hv. þm. Kristján Þór Júlíusson spyr hvort ég styðji fjárlagafrumvarpið. Já, ég styð það. Ég styð fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram og er stuðningsmaður þess. Ég hef lýst mig reiðubúinn — en sá kafli ræðu minnar hefur kannski farið fram hjá hv. þingmanni sömuleiðis, eins og margt annað sem ég sagði sem honum hefur ekki þótt áhugavert. Ég lýsi mig tilbúinn til að eiga samræður og reyna að ná sátt um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins og þar undanskil ég engan ef markmiðin eru skýr, ef markmiðin eru þau sem sett eru fram í frumvarpinu um að ná tökum á ríkisfjármálunum. Það er okkur nauðsynlegt að gera ef við eigum að þokast áfram.

Ég lýsi mig enn og aftur tilbúinn til þess, upp á hvern einasta einstakan lið fjárlagafrumvarpsins, en markmiðin þurfa að vera skýr (Forseti hringir.) og þau verða að halda.