139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[18:32]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað vaxtabætur og barnabætur snertir er ég reyndar þeirrar skoðunar að þar sé á ferðinni tekjujöfnunarkerfi. Sá sem hér stendur hefur, með ágætislaun, verið að þiggja barnabætur, um 7 þús. kr. þriðja hvern mánuð, sem er alger óþarfi í minn vasa og eiga frekar að fara til þeirra sem þurfa meira á því að halda. Ég vil jafnvel auka tekjujöfnunarkerfið í þeim þætti ríkisfjármálanna og tel að þá umræðu þurfi að taka. Ég sé enga ástæðu til þess að við séum að greiða bætur til fólks sem er með ágætislaun og þar tala ég um hjón. Við eigum hins vegar að horfa til þeirra sem eiga virkilega bágt í þessu samfélagi og koma þeim til hjálpar en ekki venjulegu fólki sem þarf ekki á aukasporslum að halda. Þá umræðu þurfum við að taka í fjárlaganefnd og ég hvet hv. þingmann til þess að koma með uppbyggilegar tillögur þar. Ekki mun af veita.