139. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2010.

beiðni um nefndarfund.

[14:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að nota tækifærið til að fara í umvandanir hér. Ég held að það sé mjög viðkvæmt að fara út í slíkt og ég held að þeir sem það praktísera ættu líka að hugsa sinn gang. Látum það liggja á milli hluta, virðulegi forseti.

Við erum öll sammála um það hér inni að við viljum vinna hratt að þeim málum sem brenna hvað helst á þjóðinni og til þess höfum við mörg tæki. Þar á meðal höfum við fastanefndir sem eiga að taka hver sitt mál fyrir. Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því að nú eru þrjár vikur, virðulegi forseti, þrjár vikur síðan ég fór fram á fund í hv. viðskiptanefnd vegna gengislána út af dómi sem féll í Hæstarétti og við erum ekki enn búin að halda þennan fund. Ég veit að við erum öll sammála um það og höfum rætt það að við þurfum að ganga hratt til verka. Þar af leiðandi verðum við að setja þetta mál í forgang og ég bið virðulegan forseta að hlutast (Forseti hringir.) til um að fundur verði haldinn í nefndinni um þetta mál.