139. löggjafarþing — 6. fundur,  7. okt. 2010.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Búast má við atkvæðagreiðslum upp úr klukkan ellefu, að lokinni umræðu um 2. dagskrármálið, Fjármálafyrirtæki. Í framhaldi af því verður settur nýr fundur til að gera málið að lögum.

Forseti vill vekja athygli á því að gert verður hádegishlé milli klukkan eitt og tvö í dag vegna fundar í forsætisnefnd.

Klukkan tvö í dag fer fram umræða utan dagskrár um stöðu Hæstaréttar Íslands í ljósi málaferla fyrir landsdómi. Málshefjandi er hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson. Dómsmála- og mannréttindaráðherra Ögmundur Jónasson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Klukkan hálfþrjú flytur forsætisráðherra munnlega skýrslu um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna og stendur umræðan í klukkustund.