139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

6. mál
[11:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að flytja þetta frumvarp sem ég held að væri til mikilla bóta að við samþykktum sem fyrst. Mig langar aðeins að ræða ræðutíma. Þessu hefur nú verið breytt undanfarið, eða einhvern tímann fyrir ekki mjög löngu. Áður gat ræðutími hvers einstaks þingmanns verið ótakmarkaður og þá tóku menn gjarnan upp heit mál og töluðu jafnvel alla nóttina. Það var til að sýna hvað þeim væri mikið niðri fyrir, kannski frekar en endilega að vera að tefja þingstörf og ná fram samningum eins og gjarnan er í dag. Ég spyr hv. þingmann: Hefur hún eitthvað spekúlerað í því hvort þessi möguleiki, að einstökum þingmönnum eða einstökum flokkum (Forseti hringir.) gefist tækifæri til að „demonstrera“ á þennan hátt, skipti máli?