139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

staða Hæstaréttar Íslands í ljósi málaferla fyrir landsdómi.

[14:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér heyrist á orðum hæstv. dómsmálaráðherra að framkvæmdarvaldið hafi sett í gang þá athugun sem þarf að gera á áhrifum þess að landsdómur verður kallaður saman. Mér sýnist það vera í góðum höndum og hef út af fyrir sig ekki neinu við það að bæta nema kannski því að ég hefði talið eðlilegra að þetta mál hefði verið tekið fyrir í fyrirspurn til ráðherra en ekki í umræðum utan dagskrár.