139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

meðferð einkamála.

10. mál
[15:49]
Horfa

Flm. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir umræðuna og það sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafði til þessara mála að leggja. Ég held að hún hafi hitt naglann á höfuðið í ræðu sinni þegar hún upplýsti um hvað í frumvarpinu felst, þ.e. aukin krafa um gagnsæi í einni af helstu valdastofnunum landsins og það að gera dómsúrlausnir og dómsniðurstöður aðgengilegri og auðskiljanlegri fyrir almenning í landinu sem vill rýna í dómana og kynna sér niðurstöður þeirra.

Ég kvaddi mér hljóðs annars vegar til að þakka fyrir þá umræðu sem hér hefur farið fram en jafnframt til að minnast á það sem mér láðist að gera í framsöguræðu minni. Ég legg til að að þessari umræðu lokinni gangi málið til 2. umr. og allsherjarnefndar.