139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[16:03]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég hef alvarlegar athugasemdir við 30. lið þessarar áætlunar en hann nefnist Áætlun um útrýmingu kynbundins launamunar, sem ég styð að sjálfsögðu, með leyfi forseta:

„Markmið: Að skilja orsakir kynbundins launamunar eftir svæðum svo gera megi markvissa aðgerðaáætlun.“

Meginhugmyndinni er lýst í þremur setningum. Tvær af þeim þýða nákvæmlega það sama, með leyfi forseta:

„Rannsóknir benda til að kynbundinn launamunur sé mismunandi eftir svæðum.“

Og stuttu seinna:

„Þá benda rannsóknir einnig til þess að munurinn á tekjum karla og kvenna sé mjög mismunandi eftir svæðum ...“

Það sem ég hef mestar athugasemdir við er að hér á að fara í rannsóknir og þeim á ekki að ljúka fyrr en 2013. Ég vil benda á að hér var gerð mjög merkileg skýrsla, gefin út af Félagsvísindastofnun, kom út 2008, um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði. Ég mun aðeins fara nánar í hana í seinna andsvari mínu.