139. löggjafarþing — 9. fundur,  13. okt. 2010.

fundarstjórn.

[15:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum búin að setja í gang rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndina sem fjallaði um skýrslu hennar. Nefndin skilaði skýrslu og grunntónninn í henni var að styrkja þarf Alþingi gagnvart framkvæmdarvaldinu. Hér gerist það aftur og aftur að hæstv. ráðherrar svara ekki einföldum spurningum eins og t.d. þessari: Styður hæstv. ráðherra fjárlagafrumvarpið? (ÁÞS: Það segir sig sjálft.) Það segir sig ekkert sjálft. (Gripið fram í.) Mér finnst að frú forseti eigi að grípa inn í og segja ráðherranum að svara, að hann eigi að svara.

Hér kom einn hv. þingmaður í umræðuna og svaraði fyrir hæstv. sjávarútvegsráðherra af því að hann átti vona á því að svör frá hæstv. ráðherra væru út í móa.