139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um kl. 11, að loknum dagskrárliðnum óundirbúnum fyrirspurnatíma, og er um atvinnumál á Suðurnesjum. Málshefjandi er hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 13.30, að loknu hádegishléi, og er um skuldir heimilanna. Málshefjandi er hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson. Félags- og tryggingamálaráðherra Guðbjartur Hannesson verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Forseti vekur athygli á því að gert er ráð fyrir tveimur fundum til viðbótar í dag og atkvæðagreiðslum.