139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

skuldir heimilanna og afskriftir.

[10:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það er örugglega rétt sem fram kom að mismunandi eignasöfn voru færð á milli bankanna, það held ég að sé öllum alveg ljóst. En ég geri ráð fyrir að það sem snýr að íbúðarhúsnæði, íbúðalánum, hafi verið flokkað sér með einhverjum sérstökum hætti. Ég á bágt með að trúa því að sá bunki sé samansúrraður við önnur lánasöfn þegar það var gert.

Það sem ég er í rauninni að leita eftir er það sem hæstv. ráðherra sagði að ekki væri hægt að upplýsa og þá kemur bara fram síðar. Er eitthvert meðaltal á húsnæðispakkanum eða heimilislánunum sem flutt voru milli bankanna? Er til eitthvert meðaltal af því hversu mikið var afskrifað hjá þeim og hver var þá afslátturinn hjá nýju bönkunum á þeim söfnum?