139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

frestur til að skila erindum til fjárlaganefndar.

[11:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég er í sjálfu sér ekki að setja út á þann frest sem hefur verið gefinn. Ég er hins vegar að benda á þá staðreynd að framkvæmdin hefur verið með öðru móti í fjöldamörg ár, reyndar eins lengi og elstu menn muna. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að mjög margir sem sækja um til fjárlaganefndar ár eftir ár reikna með því að sama framkvæmd verði viðhöfð og hefur viðgengist. Það er alveg rétt að fresturinn var útskýrður og hann var settur 15. september. Til að gæta jafnræðis væri mjög einfalt að auglýsa nýjan frest, við gætum haft hann 1. nóvember eða 15. nóvember, auglýsa hann rækilega, hleypa inn öllum þeim erindum sem hafa nú verið endursend og gefa það út um leið að það sé verið að (Forseti hringir.) breyta framkvæmdum. Svo finnst mér lágmark, virðulegi forseti, að þessi nýja tilhögun sé rædd í fjárlaganefnd og (Forseti hringir.) það sé um hana kosið þar.