139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

nauðungarsala.

58. mál
[11:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Ég tel sannarlega brýnt að fá málið hingað inn enda standa yfir mörg nauðungaruppboð og mikilvægt að fólk geti leitað í úrræði. Það hefur líka vakið athygli okkar hversu takmarkaðar og lítið samræmdar upplýsingar eru um nauðungaruppboð sem standa fyrir dyrum, um gerðarbeiðendur, tilurð og meðferð uppboða. Ég vil nota tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hyggist grípa til ráðstafana eða hafi gripið til ráðstafana til að bæta upplýsingarnar sem sýslumannsembættin afla. Geta þau geta miðlað til okkar upplýsingum um uppboð sem fram undan eru, um fólk sem lendir í þeim og þá sem ganga eftir þeim?