139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

fundarstjórn.

[16:24]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að verja það hvernig forseti hefur stýrt þessum fundi. Hún hefur gert það með algjörlega kórréttum hætti og það er rangt sem hér er haldið fram að sá ráðherra sem sat fyrir svörum hafi ekki svarað spurningunum. Það voru lagðar fjórar fyrirspurnir fyrir ráðherrann. Hann svaraði fyrstu spurningunni algerlega skýrt og hinum með neii. Það er ekki hægt að svara skýrar.

Ég vil síðan taka undir með hv. þingmanni um að ég held að rétt sé fyrir alla aðila málsins að við freistum þess ekki í þessum sal að ræða um fortíð Framsóknarflokksins.