139. löggjafarþing — 15. fundur,  19. okt. 2010.

umræða í utanríkismálanefnd um Kína o.fl.

[14:34]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég sé mig knúinn til að koma hér aðeins upp og undir þessum lið til að greina frá því vegna áskorunar frá hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur að þau mál sem hún ræddi þar verður bersýnilega að ræða frekar á vettvangi hv. utanríkismálanefndar og verður gert það m.a. og ekki síst vegna þess að það var ranglega vitnað í ræðu mína áðan af hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur þegar ég ræddi um meðferðina á IPA-styrkjum. Það var ekki rétt að ég hefði sagt að utanríkismálanefnd hefði sett þá á ís. Því er bersýnilegt að það er tilefni til að ræða þessi mál (Forseti hringir.) frekar á vettvangi utanríkismálanefndar og það verður að sjálfsögðu gert.