139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

77. mál
[16:59]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hugsa að við hv. þingmaður séum sammála um að það er tilgangslaust að fara í svona vinnu og setja fram svona plagg, stefnu eða áætlun ef það á ekkert mark að taka á henni. Ég held að við séum alveg sammála um það. Ég held hins vegar að við séum ekki alveg komnir á sömu línu með það hvort ákvörðunarvald í þessu eigi að vera á Alþingi eða hjá einhverjum öðrum, t.d. hjá sveitarstjórnum. Það verður bara svo að vera í þessari umferð. Það kann að vera að við nálgumst á einhverjum tímapunkti en ég hef þá skoðun að sveitarfélögin eigi að hafa töluvert mikið vald og vægi í þessu efni.