139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

mannvirki.

78. mál
[17:26]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Það er hárrétt sem hann bendir hér á, þessi öfluga og mikilvæga starfsemi björgunarsveitanna verður síst dregin í efa af þeirri sem hér stendur. En um leið er mikilvægt að það verkefni slökkviliðanna sem það hefur haft með höndum sé skilgreint í lögum til þess að tryggja jafnræði um landið allt. Stundum er það þannig að það koma upp viðburðir sem þarf slökkvilið til og björgunarsveitir og slökkvilið hafa um allt land auðvitað unnið mjög vel saman, a.m.k. þar sem ég þekki til. Ég vænti þess að það muni verða svo hér eftir sem hingað til og vænti þess jafnframt að í meðferð nefndarinnar verði þeim sjónarmiðum sem þingmaðurinn nefnir hér haldið til haga.