139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

43. mál
[18:33]
Horfa

Flm. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum sammála um það, við hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir, að þetta eru tvö aðskilin efni, fjöldi þingmanna og fjöldi ráðherra og það mál sem hér er lagt fyrir og rætt. Við erum líka sammála um að það þarf að ræða það á öðrum vettvangi. Við erum líka sammála um það að vonandi breytist umræðuhefðin hér í þinginu einhvern tíma. Og ég held kannski að við séum líka báðar sammála um það, þó að hún hafi ekki sagt það, að ef umræðuhefðin og ýmislegt annað breyttist hér væri allt mun skilvirkara og auðunnara hér innan þessara veggja, svoleiðis að við erum bara sammála um ansi margt, við hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir.