139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:07]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Með hliðsjón af svörum hæstv. fjármálaráðherra áðan leyfi ég mér að gera þá tillögu að forseti fundi nú þegar með formönnum þingflokka á Alþingi. Við búum hér við framkvæmdarvald sem framkvæmir ekki og sendir frá sér löggjöf inn í þingið sem virkar ekki og við höfum hér dómsvald sem dæmir gegn réttlæti. Ég spyr alþingismenn og Alþingi sem æðstu stofnun þjóðarinnar: Hvað ætlum við að halda áfram lengi á þessari braut? (Forseti hringir.) Það eru þúsundir manna sem eiga ekki fyrir mat og hér tölum við um fjárveitingar til hrossaræktarfélaga vegna kvefpestar í hrossum.