139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri ákvörðun sem virðulegi forseti hefur tekið með því að hleypa þessu máli ekki á dagskrá vegna þess að það eru lög í landinu sem segja að þrír mánuðir þurfi að líða frá því mál er kynnt áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Sá tími er til þess að hægt sé að kynna kjósendum um hvað á að kjósa. Það er engin tilviljun vegna þess að ef mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf fólk að hugsa sig um til að vita nákvæmlega um hvað það er að kjósa. Það á við í þessu máli eins og öðrum þannig að ég fagna ákvörðun hæstv. forseta.