139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:21]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég mælist til þess að einstakir hv. þingmenn ræði það við þingflokksformenn sína hvernig dagskrá er háttað á hinu háa Alþingi. Það eru reglulegir samráðsfundir þingflokksformanna með forseta um dagskrá hvers einasta dags, hvers einasta þingfundar. Forseti hefur vald til að ákveða dagskrána og við hljótum að hlíta því valdi (Gripið fram í: Ekkert svigrúm?) Hæstv. forseti. Er hægt að fá að ræða hérna fyrir frammíköllum? [Kliður í þingsal.]

Ég held, ef ég má bæta einni setningu við fyrir frammíkallandi háttvirtum, verð ég víst að segja, að það sé afar lítil spurn eftir því úti í samfélaginu, ekki síst í ljósi þess sem m.a. hefur verið rætt í morgun af hv. þm. Þór Saari og fleirum, hæstv. fjármálaráðherra, að við eyðum tíma vorum í það að ræða bláberjaát og (Forseti hringir.) hvort einstakir þingmenn komi sínum málum á dagskrá. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)