139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

aðstoð við fátæka -- mál á dagskrá.

[11:32]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er dálítið hugsi yfir þessari umræðu og þeirri áherslu sem menn leggja á það að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða kosningum til stjórnlagaþings. Stjórnlagaþing er eitthvert merkilegasta lýðræðislega verkefni sem við höfum nokkurn tíma ráðist í og ég tel að við eigum að sýna því þá virðingu, og þeim 500 einstaklingum sem þar hafa boðið sig fram, fólk sem þarf að fá rými til að kynna sig, hvað það stendur fyrir, að gefa því það rými sem til þarf í fjölmiðlum þannig að við förum ekki að sjá eingöngu samsetningu þekktustu einstaklinganna á listanum sem síðan komast inn á þetta stjórnlagaþing.

Þarna eru 500 manns sem ætla að leggja tíma sinn og vinnu í að skapa stjórnarskrá sem við getum búið við til lengri tíma og í öllum bænum gefum þessu fólki svigrúm og sýnum því þá virðingu að vera ekki að kæfa kosningarnar til stjórnlagaþings með umræðum um Evrópusambandið.