139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

aðstoð við fátæka -- mál á dagskrá.

[11:35]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Aðeins í tilefni af orðum hæstv. iðnaðarráðherra áðan.

Það er ekki daglega sem við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi en það er ein slík í pípunum núna, það er ein slík á dagskrá núna. Það eru miklar breytingar í samfélagi okkar, það er alvarleg staða, það fer ekki fram hjá neinum. Og þegar ég legg það til hér að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar verði endurskoðuð þá er ég ekkert að gera lítið úr stjórnlagaþingi eða þeim mikilvægu lýðræðisbótum sem geta falist í endurnýjun á endurskoðun á henni. Það er bara hægt að fara aðrar og hagfelldari leiðir í því. Ég held að ef þjóðin yrði spurð að því hvort hún vilji eyða 1 til 2 milljörðum á næsta ári, hvort hún vilji eyða mörgum milljörðum, í aðildarviðræður að ESB, (Forseti hringir.) eða hvort hún vill draga úr krafti þeirra og gera það með einhverjum öðrum hætti og forgangsraða þessum fjármunum í þágu fjölskyldna í landinu, (Forseti hringir.) eldri borgara í þessu landi og þeirra sem minna mega sín, þá held ég að þjóðin muni velja það.