139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[15:50]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni Þór Saari fyrir ræðuna og hans jákvæðu undirtektir undir frumvarpið. Ég tek undir með honum, það þarf að hyggja vel að skilgreiningum í frumvarpinu. Ég deili áhyggjum hans hvað það snertir þótt ég sé þeirrar skoðunar að við höfum girt nægilega vel fyrir þessi mál með orðalaginu sem er bæði í lagatextanum og í greinargerðinni með frumvarpinu. Ég legg áherslu á að þetta þarf að skoða í allsherjarnefnd, m.a. með tilliti til athugasemdanna sem hér komu fram.