139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[16:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að við eigum við erfiðleika að glíma hérna. En sem betur fer erum við ekki í þeirri stöðu að hér sé fólk að deyja úr hungri. (Gripið fram í: Nú?) Nei. Ég held að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika getum við séð til þess að enginn geri það. Við horfum hins vegar á hverjum einasta degi upp á þjóðir sem ráða ekki neitt við ástandið heima fyrir. Við sem rík þjóð, þrátt fyrir allt, eigum að sýna gott fordæmi og styrkja aðrar þjóðir sem eru í mikið verri stöðu en við.