139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu.

81. mál
[17:02]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Eins og hv. þingmaður veit, þegar við göngum í Evrópusambandið, þá munu þeir fríverslunarsamningar sem við höfum gert sérstaklega sem ríki við önnur ríki falla niður. Staðreynd málsins er hins vegar sú að með einni undantekningu hefur EFTA yfirleitt fylgt í kjölfar Evrópusambandsins með sína samninga þannig að þeir eru með vissum hætti ákveðin spegilmynd af samningunum sem Evrópusambandið hefur gert. Ég á því ekki von á því að þetta leiði til stórkostlegs óhagræðis fyrir okkur og raunar einskis.