139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

aðgerðir fyrir skuldsett heimili.

[14:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég hvet hæstv. forsætisráðherra til að lesa tillögur okkar því að ljóst er að það hefur hún ekki gert. Þær eru aðgengilegar á vef Hreyfingarinnar, hreyfingin.is.

Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvað sé til í því sem ég hef heyrt víða frá þingmönnum og nú síðast frá Hagsmunasamtökum heimilanna — og ég hef heyrt þetta í a.m.k. heilt ár — um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi lagt til og sé mjög hlynntur almennri leiðréttingu á lánum. Mér finnst harla skrýtið að heyra þetta aftur og aftur. Og sérstaklega nú undanfarna viku hef ég heyrt frá hv. þingmönnum og hagsmunaaðilum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé hlynntur almennri leiðréttingu á lánum. Mig langaði að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort eitthvað sé til í þessu og hvort þetta hafi verið rætt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.