139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[14:40]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Í morgun sat ég á mínu fyrsta Norðurlandaráðsþingi og þar var fyrirspurnatími. Þingmenn fóru upp í pontu og spurðu kurteislega og ráðherrar svöruðu kurteislega. Hér áðan sat heill bekkur af unglingum á pöllunum og ég skammast mín fyrir að þessir krakkar, þessi ungmenni, hafi orðið vitni að fyrirspurnatíma þar sem spyrjendur fóru í pontu í árásarham og ráðherrar tóku til máls (Forseti hringir.) engu skárri. Ég vil beina því til forseta að hún beiti sér fyrir því að við — það stendur auðvitað upp á okkur — lögum umræðuhefðina á þingi.