139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[15:44]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að ræða það ef einhver ákveðin afmörkuð efnisleg gagnrýni er á þessa þætti. Grundvallaratriðið er að hlutverk vísitölu er að skapa traust og menn viti hvernig hún er reiknuð og það sé gert með eins gagnsæjum hætti og kostur er.

Það er engin lausn í sjálfu sér ef við miðum við vísitölu byggingarkostnaðar. Munurinn endurspeglast íöðru vaxtastigi þannig að við leysum ekkert með því. Neysluverðsvísitalan hefur verið notuð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Ef við notum einhverja aðra vísitölu endurspeglast mismunurinn bara í vaxtastiginu.

Það er stórt orð „forsendubrestur“. Það varð hrun á Íslandi og af því er enginn ósnortinn. Það er ekki þannig að einn hópur í samfélaginu, lántakendur, geti fengið tjónið bætt en aðrir ekki. Það urðu allir fyrir miklu tjóni. Það er, (VigH: Vantar verkefni?) já, já, það er þannig að það er efnahagslegt úrvinnsluefni að leysa þetta. Ég held að við verðum að venja okkur af því að tala eins og það sé hægt að búa þessa peninga til úr engu. (Forseti hringir.) Þeir verða ekki búnir til úr engu. Ef menn ætla að ná einhverri leiðréttingu verður það að gerast í sátt allra hagsmunaaðila og þeir verða allir að vera (Forseti hringir.) tilbúnir á viðskiptalegum forsendum að koma að slíku verki.