139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[17:42]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir þessa innkomu í ræðustól. Ég hef ekki endilega skoðun á þjóðstjórn. Hún hefur verið sett á laggirnar að ég held einu sinni í lýðveldissögunni, um það bil 1942, og er núna í vaxmyndaformi á Þjóðminjasafni, öll að ég held. Ég tel að það geti orðið pólitískur hrærigrautur að mynda þjóðstjórn og vil miklu fremur leggja áherslu á að aðkoma minni hlutans á öllum tímum sé tryggð í lýðræði Alþingis með auknum völdum í nefndum, e.t.v. með því að minni hlutinn á hverjum tíma eigi forseta Alþingis eða með því að einhvers konar stjórn nefnda verði ráðin hverju sinni, þeim fækkað og þær gerðar virkari með auknu (Forseti hringir.) valdi minni hlutans. Ég held að einhverjar slíkar leiðir gætu tryggt hið raunverulega lýðræði sem blasti (Forseti hringir.) við hverju sinni á Alþingi og væri ekki endilega í boði stjórnarinnar.