139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:37]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði með þessu vegna þess að ég er sammála því sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði, tillagan sem hér er tekin til umræðu að ósk stærsta flokks stjórnarandstöðunnar fjallar um grundvallaratriði sem við erum öll að ræða þessa dagana og verðum að ræða og þess vegna styð ég að tillaga Sjálfstæðisflokksins sé tekin til umræðu. Ég skil afstöðu hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur en vek eftirtekt á því að fyrri umræða er jafnan fyrst og fremst haldin í þeim höfuðtilgangi að framsögumenn upplýsi þingið um það mál sem þeir eru að (MT: Ég vil vera …) fá til nefndar til vinnslu.

Ég get hins vegar líka sagt það að ég hef ekkert á móti því að tillaga hv. þingmanns og félaga hennar um neyðarstjórnun sé líka rædd hér. Hreyfingin hefur orðið mjög atkvæðamikil í stjórnarandstöðunni. Mér finnst hún eiga skilið það að meginmál hennar séu rædd hér líka. Til er ég.