139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:11]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Mér finnst ýmislegt óljóst í tillögum sjálfstæðismanna varðandi skattbreytingar sem þeir kalla eftir með þessum tillögum sínum. Í fyrsta lagi: Hvaða kostnaður er lagður á heildarbreytingarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vill sjá? Fyrir næsta ár er talið að þær muni kosta um 10 milljarða kr. en fyrir árið 2012 og liggur það ekki skýrt fyrir. Kannski í leiðinni: Hvaða breytingar stendur til að afturkalla og verður að gera að mati Sjálfstæðisflokksins í þessum tillögum? Það finnst mér ekki vera skýrt.

Hér er talað um að stighækkandi tekjuskattur leiði til þess að fólk skjóti sér undan skattlagningu o.s.frv. Leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að bakkað verði út úr þrepaskipta skattkerfinu? Er verið að kalla eftir því að fara aftur í sama farið og var fyrir þær skattbreytingar sem voru í fyrra og aftur í það ferli sem var hér á árum áður í því flata (Forseti hringir.) skattkerfi sem var? (Forseti hringir.)

Fyrst og fremst: Hvaða breytingar (Forseti hringir.) er verið að (Forseti hringir.) leggja til að (Forseti hringir.) verði farið í hér? (Forseti hringir.) Hvað koma þær (Forseti hringir.) til með að kosta? (Forseti hringir.)