139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[13:02]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð nú að viðurkenna að ekki las ég skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þetta efni í þaula, hins vegar var farið lauslega yfir hana á vettvangi okkar. Ef ég man rétt var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sinni með margvíslegar hugmyndir um frekari skatta en þegar hefur verið ráðist í og þótti sumum sem gjarnan aðhyllast frekar háa skatta nóg um. Ég man þetta þannig.

Hins vegar, ef ég man það rétt líka, var farið frekar jákvæðum orðum um íslenska skattkerfið í skýrslunni en þó sagt að ýmislegt mætti gera miklu betra. Ég viðurkenni að skýrsluna kann ég ekki í þaula en við ræddum hana lauslega á okkar vettvangi.

Ég tel að þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu (Forseti hringir.) séu réttlátar og (Forseti hringir.) auki jöfnuð í samfélaginu. Ég tel (Forseti hringir.) mikilvægt að skattkerfinu sé beitt í þeim tilgangi.