139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

HS Orka.

[15:16]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Nú háttar svo til að engin slík tillaga liggur fyrir ríkisstjórn. Slík tillaga hefur aldrei verið rædd þar með formlegum hætti og ég hef ekki framkvæmt neina skoðanakönnun fyrir hv. þingmann um það hvað einstakir ráðherrar kynnu að vera að hugsa í þessum efnum. Ég held að við verðum einfaldlega að sjá hvernig þessu vindur fram. Það er rétt sem hv. þingmaður segir, nefnd um erlenda fjárfestingu komst að niðurstöðu sem var nokkuð skýr, fannst mér, en eigi að síður hefur hún líka verið dregin í efa af ýmsum öðrum.

Þegar og ef tillagan einhverju sinni kemur fram á ríkisstjórnarborðið getur hv. þingmaður spurt mig aftur og þá er hugsanlegt að ég geti gefið henni örlítið skýrari svör. Í dag er mér einfaldlega ekki kunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar eða einstakra ráðherra í þessu máli og ég held að það skipti litlu máli, ég held að þetta mál sé hægt að leysa með allt öðrum hætti.