139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[16:19]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hin spurningin sem mig langaði til að bera fram til hv. þingmanns er þá um þá skattstefnu sem birtist í þessum tillögum vegna þess að það samfélag sem fór á hliðina fyrir tveimur árum leiddi af sér gríðarlegan ójöfnuð. Hér er verið að koma aftur með sams konar tillögur í skattamálum sem ýta undir vöxt óburðugra fyrirtækja. Væri ekki eðlilegra að við mundum frekar gera þá kröfu til íslenskra fyrirtækja að þau væru stöndug og gætu greitt hér skatta þannig að við byggðum upp samfélag sem byggðist á jöfnuði og gætum, öfugt við það sem áður var gert, greitt þeim stéttum sem vinna hjá hinu opinbera, leikskólakennurum, hjúkrunarfólki, grunnskólakennurum, almennileg og mannsæmandi laun sem ekki var gert í því samfélagi sem hrundi. Fyrst og fremst var horft til þess að búa til sérstaka forréttindastétt atvinnurekenda sem hafði nánast engar skyldur eða greiddi nein gjöld til hinna sameiginlegu (Forseti hringir.) sjóða.