139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[16:24]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta.

Minni peninga já, mundi þetta kosta. En hvaða peninga og á hvaða gögnum byggir hv. þingmaður niðurstöður sínar? Við sem höfum verið að reyna að vinna að einhverjum lausnum í þessum málum vitum það öll að upplýsingarnar liggja ekki fyrir. Það er mjög alvarlegur hlutur og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessu stóra verkefni. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um þetta, (Gripið fram í.) hafa ekki gert, sem gerir okkur sem erum að reyna að finna lausnir á þessum vandamálum mjög erfitt um vik að velja á milli einhverra vitrænna leiða.

Þá er önnur spurning til hv. þingmanns: Hver er það sem á lífeyrissjóðina? Hverjir eru það sem munu þá í rauninni taka á sig það tjón sem lífeyrissjóðirnir þurfa að axla ef farið verður í leiðréttingu, eins og hv. þingmaður kýs að kalla þetta, sem er ágætisorðalag? Það væri ágætt að fá svör við þessum tveim spurningum og mjög gott og gagnlegt að eiga orðastað við hv. þingmann um þetta mikilvæga mál.